Þorgerður Jörundsdóttir


Um Þorgerði

thorgerdur-art-p

Þorgerður Jörundsdóttir lauk námi úr Skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1995.

Í verkum sínum fjallar hún um líffræðilega fjölbreytni náttúrunnar á tímum hamfarahlýnunar. Henni eru hugleikin náttúruformin í öllum sínum fjölbreytileika. Við sem tilheyrum mannkyninu viljum gleyma því að við erum hluti þessarar tegundaflóru. Veðurfarsbreytingar, dauði tegundann, og samband okkar við náttúruna í fortíð, nútíð og framtíð eru okkur mannfólkinu afskaplega hugleikin, en samt finnum við fyrir djúpri andstöðu og tregðu til gangast við sköpunarverki okkar og örlögum. Við búum þannig í ímynduðum veruleika og við ímynduð tengsl við náttúruna. Annars vegar teljum við okkur drottna yfir náttúrunni og geta stýrt henni, en hins vegar erum við jafn ofurseld duttlungum hennar og aðrar dýrategundir.